Frábær þátttaka og mikið fjör á jólaskemmtun SÁÁ

Frábær þátttaka og mikið fjör var á jólaskemmtun SÁÁ í dag. Sigga Beinteins og Grétar Örvars héldu uppi stuðinu með aðstoð barnanna sem voru ófeimin við að stíga á svið og taka lagið. Þrír hressir jólasveinar kíktu í heimsókn, dönsuðu kringum jólatréð og sungu hástöfum ýmsa gamla og nýja slagara. Þeir rugluðust reyndar stöku sinnum á textanum en krakkarnir voru fljótir að leiðrétta þá. Sveinarnir vöktu mikla kátínu hjá gestunum ungu sem urðu sérstaklega ánægðir þegar þeir sáu hvað leyndist í pokunum þeirra.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á jólaballinu.