Hófleg drykkja?

Flestir sem horfast í augu við vandann ná góðum árangri

shutterstock_570169354

Sjálfspróf veita vísbendingar um eigin stöðu

Niðurstöður jafngilda ekki sjúkdómsgreiningu. Sjúkdómsgreiningar SÁÁ byggjast á greningaraðferðum fíknlækninga þar sem stuðst er við DSM-5 - greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.

Umsagnir af Facebook-síðu SÁÁ

„Sonur minn átti 9 mánaða edrúafmæli nú um daginn. Það var dagur sem í okkar lífi var jafnvel svolítið merkilegri en fæðingarafmælið hans. Lífsgæði eru nefnilega lítil þegar fíknisjúkdómur er virkur en mikil þegar bati næst.“

Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir

„Þarna hef ég komið við nokkrum sinnum sl 22 ár. Fyrsta eftirmeðferðin var á Vík árið 1996 og síðan fór ég nokkrum sinnum á Staðarfell. Nú í lok febrúar hélt ég aftur á Fellsströndina og fékk að dvelja á Staðarfelli í tæpa viku, áður en við víkingasveitin og aðrir búðingar pökkuðum saman og þar með hafði gamli húsmæðraskólinn í dölum lokið hlutverki sínu sem meðferðarheimili. Tveir fullhlaðnir langferðabílar (ekki rútur enda eingöngu karlmenn með í ferð frá Staðarfelli 🙂 voru búnir til ferðar og ekkert eftir nema að syngja loka lögin í kirkjunni. Það er stund sem ég á aldrei eftir að gleyma. Þarna small allt frá fyrsta tón. Ónefndur Ási nokkur batabróðir minn spilaði snildar vel á píanóið og 30 alkóhólista kór söng af mikilli innlifun og krafti. Kirkjan á Staðarfelli í dölum var kvödd með reisn og þeirri virðingu sem þessi staður á skilið. Að söng loknum var ekið á brott og markað nýtt upphaf á Vík á Kjalarnesi. Þar með var ég kominn aftur á Vík alveg farinn á sál og líkama 22 árum síðar. Ég veit að fyrir mitt leiti væri ég ekki uppi standandi með hausinn í ásættanlegu standi nema fyrir tilstilli SÁÁ og því starfsfólki sem þar starfar og starfaði . Ég á svo sannarlega þessum samtökum lífið að launa. Takk fyrir mig.“

Róbert Reynisson

„Það sem SÁÁ hefur staðið á bak við mína fjölskyldu, endalaust, ég á þeim lífið sem ég á í dag að þakka, læknarnir og starfsfólk hjá þeim er frábært, ég og mínir erum endalaust þakklát þeim.“

Guðlaug Gestsdóttir

„SÁÁ bjargaði mínu lífi og ég er endalaust þakklát þessum samtökum.“

Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir

„Ég er endalaust þakklát fyrir SÁÁ. Að fá alltaf að koma aftur, ég og mín fjölskylda eigum ykkur allt að þakka.“

Ólöf Sigurðardóttir

„Að halda áfram að bjarga mannslífum.“

Björg Ingimundurdóttir

Hófleg drykkja er skilgreind á eftirfarandi hátt:

Karlar (20-65 ára):

  • Tveir drykkir eða minna á dag að jafnaði.
  • Aldrei meira en fimm drykkir í hvert sinn.
  • Samanlagt fjórtán drykkir á viku eða minna.

Konur (og karlar eldri en 65 ára):

  • Einn drykkur eða minna á dag að jafnaði.
  • Aldrei meira en fjórir drykkir í senn.
  • Samanlagt minna en sjö drykkir á viku.

Einn drykkur af áfengi = einfaldur sjúss á bar

Þegar rætt er um einn drykk af áfengi eða einn skammt af víni í fréttum um rannsóknir á áhrifum drykkju er átt við skammt sem inniheldur um 12 g af hreinu áfengi. Slíkur skammtur svarar til u.þ.b. eins barskammts, sem eru 30 ml af brenndu víni (einfaldur sjúss), um 150 ml af léttu víni eða um 400 ml af bjór.

Ofangreind mörk hófdrykkju geta verið of há fyrir aldrað fólk eða þá sem eru með vissa sjúkdóma. Ef þú ert í vafa um hver mörk þín eru skaltu ráðfæra þig við lækni þinn.

Ef sjúklingar drekka meira en magnið sem tilgreint er að ofan eru þeir í áhættuhópi og þá á að ráðleggja þeim að draga úr drykkjunni og leiðbeina þeim við það.

Konur þola áfengi verr en karlar og fá fyrr alvarlega líkamlega fylgikvilla áfengisneyslu. Hluti af skýringunni er sá að þegar konur drekka sama magn af áfengi á hvert kíló líkamsþyngdar fæst hærri áfengisþéttni í blóði þeirra en hjá körlum. Ástæðurnar eru þær að konur hafa hlutfallslega meira fituefni í líkama sínum en karlar og í magavegg þeirra er minna af hvötum sem brjóta niður áfengi á leið þess til blóðrásarinnar.

Meðferð skilar árangri

Á síðastu tuttugu árum eða svo hefur heilbrigðisstarfsmönnum tekist að þróa áfengismeðferð sem skilar það góðum árangri að hún ætti að ganga af gömlu þjóðsögunni um að meðferð komi að litlu haldi dauðri. Á Íslandi er þessi meðferð auk þess það aðgengileg öllum almenningi að læknar eiga að ráðleggja öllum áfengissjúklingum að leita sér meðferðar og hafa eftirlit með endurhæfingu þeirra að meðferð lokinni.

Áhrif áfengisneyslu á heilsufar hafa verið rannsökuð ítarlega og niðurstöðurnar gera læknum og öðru heilsugæslufólki kleift að segja fólki hvar mörk hóflegrar og óhóflegrar drykkju liggja. Heilbrigðisstarfsmenn standa því miklu betur að vígi en áður þegar kemur að áfengisvandanum. Þeir eiga að geta gengið óhikað til verks og unnið af meiri festu. Það er nauðsynlegt því að ofnotkun áfengis er mikið heilbrigðisvandamál og nátengd annarri vímuefnaneyslu. Starfsmenn heilsugæslunnar með lækna og hjúkrunarfræðinga í fararbroddi eru í ákjósanlegri stöðu til að vinna markvisst gegn ofnotkun áfengis og geta unnið ómetanlegt gagn í vímuefnavörnum.

shutterstock_1031579890

Ertu tilbúinn til að leita þér aðstoðar?

shutterstock_1031579890