Meðvirkni

Þjónusta SÁÁ við fjölskyldur er ætluð aðstandendum fólks með fíknsjúkdóm

Hvað er meðvirkni?

Meðvirkni er flókinn sjúkdómur sem erfitt er að skilja. Upphaf hans má rekja til þess að eðlilegur einstaklingur lendir í…

Lesa meira

Þróun meðvirku fjölskyldunnar

Þegar einn úr fjölskyldunni veikist er það markað í erfðum okkar hvað við gerum. Við göngum fram fyrir skjöldu, tökum…

Lesa meira

Að greina meðvirkni

Það getur verið erfitt að greina meðvirkni og SÁÁ skilgreinir meðvirkni á mjög ákveðinn hátt. Okkar hlutverk er að vinna…

Lesa meira

Aðstandendur

Þjónusta SÁÁ við fjölskyldur er ætluð aðstandendum fólks með fíknsjúkdóm hvort sem einstaklingurinn hefur farið i meðferð eða ekki. Markmiðið er að auka þekkingu þátttakenda á einkennum fíknsjúkdómsins og áhrifum hans á fjölskylduna og meðlimi hennar.

Viðtalsþjónusta

Viðtalsþjónusta er í boði alla virka daga frá kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 17.00. Hana geta allir aðstandendur nýtt sér, bæði þeir sem vita að einhver þeim nákominn á við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og hinir sem eru í vafa og vilja fá upplýsingar og greiningu. Viðtölin taka oftast um 30 mínútur. Hægt er að panta tíma í síma 530-7600.  Aðstandendur fólks með spilafíkn geta einnig nýtt sér viðtalsþjónustu fjölskyldudeildar SÁÁ.

Fjölskyldumeðferð

Fjölskyldumeðferð tekur fjórar vikur og er haldin á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00 til 18.00. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7.

Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknsjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar.

Eftirfarandi erindi eru hluti af fjölskyldumeðferð:

  • Áfengissýki og önnur vímuefnafíkn
  • Meðvirkni og hvernig hún breytir fjölskyldunni
  • Meðvirkni og hvernig hún breytir einstaklingnum
  • Stuðningur sem gerir ástandið verra
  • Sjálfsvirðing
  • Þróun batans – aðstandandi vs. fíkill – (gestir velkomnir)
  • Sameiginlegur bati allra í fjölskyldunni

Síðasta skipti fjölskyldumeðferðarinnar er haldin stutt kynning á starfi Al-Anon.