Frambjóðendur Miðflokksins heimsóttu SÁÁ

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, heimsótti í dag nýja eftirmeðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi ásamt meðframbjóðendum sínum, þeim Lindu Jónsdóttur, Vilborgu Hansen og Baldri Borgþórssyni.

Torfi Hjaltason, Linda Jónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Vilborg Hansen, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Björnsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Ingunn Hansdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, tók á móti gestunum, ásamt sérfræðingum SÁÁ á meðferðarsviði, sýndi þeim nýju húsin og kynnti umfangsmikið starf samtakanna. Í heimsókninni var áfengis- og vímuefnavandinn ræddur út frá mörgum sjónarhornum og sýndu gestirnir málaflokknum mikinn áhuga.