Framkvæmdir við Vík á fullri ferð

Framkvæmdir við byggingu nýrrar og glæsilegrar meðferðarstöðvar SÁÁ á Vík á Kjalarnesi ganga samkvæmt áætlun. Sökklar allra þriggja nýbygginganna eru fullgerðir, verið er að steypa gólfplötur og gert er ráð fyrir að uppsláttur útveggja hefjist í næstu viku. Ístak annast framkvæmdirnar.

Meðfylgjandi myndir hafa verið teknar með nokkurra vikna millibili af byggingarstaðnum, sú nýjasta er einnig hér að ofan og var tekin í gær. Þarna sést vel hvernig verkinu vindur fram, jafnt og þétt. Ef smellt er á myndirnar sjást þær í fullri stærð. Lengst til hægri hér að neðan er loftmynd, tekin yfir Vík og framkvæmdasvæðið úr dróna þann 4. júlí sl.