Fréttapunktar úr ársriti meðferðarsviðs SÁÁ

Ársrit meðferðarsviðs SÁÁ árið 2016 kom út um mánaðamótin febrúar-mars. Höfundur er Þórarinn Tyrfingsson.

Gríðarlegt magn upplýsinga er í skýrslunni en hún byggist á upplýsingum um þrjúhundruð atriði sem læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ skráir eru niður um sjúkrasögu hvers sjúklings sem leggst inn á Sjúkrahúsið Vog. Frá því að ritið var síðast gefið út hafa nú bæst við upplýsingar fyrir árin 2010 til 2015. Hér fer á eftir upptalning á fáeinum þeirra fréttnæmu upplýsinga sem finna má í ritinu en það er hægt að nálgast í heild sinni á netinu með því að smella á tengla neðst á þessari síðu.

 1. Af þeim 1.699 einstaklingum sem lögðust inn á Sjúkrahúsið Vog á árinu 2015 greindust 95% með sex eða fleiri af þeim ellefu einkennum sem tiltekin eru fyrir vímuefnasjúka í DSM-5, greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.
 2. 24.109 einstaklingar hafa komið í meðferð til SÁÁ á starfstíma samtakanna. Þar af voru 19.784 á lífi í lok ársins 2015.  Það jafngildir því að 6,0% af öllum lifandi Íslendingum, en 7,5% af öllum núlifandi Íslendingum 15-64 ára (10,6% karla en 4,5% kvenna), hafi komið til meðferðar hjá samtökunum.
 3. Árið 2015 voru 13,9% líkur á að Íslendingur þurfi að leita meðferðar einhvern tímann á ævinni. Líkurnar eru 18,3% fyrir karla en 9,4% fyrir konur. Dregið hefur úr líkunum en þær voru 23,3% fyrir karla og 11,7% fyrir konur árið 2002.
 4. Af þeim 1689 frumgreiningum sem gerðar voru á einstaklingum á Sjúkrahúsinu Vogi árið 2015 fengu 38% áfengisgreiningu, 15% áfengi með öðru, 21% kannabis, 14% amfetamín, 4% róandi, 4% kókaín og 4% ópíumefni.
  • Árið 2000 greindust 51% með áfengi, 23% með áfengi með öðru, 15% með kannabis, 6% með amfetamín en 1% með kókaín.
  • Fjórðungur hópsins fær greiningar vegna þriggja eða fleiri efna en 50,4% einungis vegna eins vímuefnis.
 5. Sjúklingar sem lögðust inn á Vog og voru fíknir í lyf voru alls 548 árið 2015. 301 átti við vanda vegna róandi lyfja, 150 vegna ópíumefna en 364 vegna rítalíns.
  • Rítalínvandinn hefur aukist mikið frá árinu 2010. Það ár voru 565 sjúklingar í lyfjavanda, þar af 268 vegna rítalíns, 168 vegna ópíums en 386 vegna róandi lyfja.
  • Hjá þeim helmingi sem eru einungis í vanda vegna eins efnis er það áfengi sem er vandamálið vandamálið í 75% tilvika en kannabis í 13% tilvika.
 6. Frá árinu 1991 til 2015 hafa 2.201 einstaklingar lagst inn á Sjúkrahúsið Vog sem hafa sprautað sig með vímuefnum í æð. Þar af eru 696 konur, eða 31,6% hópsins.
  • Af þessum hópi eru 293 látin, 223 karlar en 70 konur.
  • 125 þeirra létust yngri en 40 ára; 149 létust á aldrinum 40-59 ára en 19 ára 60 ára eða eldri.
 7. Sextíu og átta einstaklingar fengu í fyrsta skipti greiningu vegna sprautufíknar á Vogi árið 2015 en nýjum tilfellum hefur fækkað úr um 90 á ári um aldamót í um 70 á ári síðustu ár (fæst voru tilfellin 55 árið 2013). Meðalaldur þeirra sem greinast með sprautufíkn er um 26 ár.
  • Við fyrstu greiningu á sprautufíkn hafa 34% hópsins ekki lagst áður inn á Vog, 18% hafa verið einu sinni áður, 13% tvisvar áður en 10% þrisvar en 25 hafa lagst inn ofar en þrisvar áður en þau greinast í fyrsta skipti með vanda vegna vímuefnanotkunar með sprautum.
 8. Af þeim 2.201 sem hafa sprautað sig og lagst inn á Sjúkrahúsið Vog á árabilinu 1991-2015 höfðu 32% sprautað sig sjaldnar en 10 sinnum; 38% höfðu sprautuðu sig reglulega, 17% hafa sprautað sig áður en eru í bata, en 13% voru látin.
 9. Allir þessir einstaklingar hafa verið skimaðir á Vogi fyrir lifrarbólgu C. 51% hafa ekki fengið þann sjúkdóm, 26% hafa greinst með langvinna lifrarbólgu C. 9% hafa greinst með lifrarbólgu C en náð bata.
 10. Af þeim 207 einstaklingum sem lögðust inn á Sjúkrahúsið Vog árið 2015 og höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð skömmu fyrir komu á Vog höfðu 84% sprautað sig með methylphenidate (rítalíni), flestir höfðu sprautað sig með Methylphenidate og öðrum efnum, svo sem amfetamíni, eða morfínskyldum efnum. Aðeins ellefu af þessum hópi höfðu sprautað sig eingöngu með morfínskyldum efnum og 20 manns eingöngu með örvandi efnum öðrum en Methylphenidate.
 11. 54,1% af þeim sjúklingum sem eru fæddir 1970 eða síðar og leggjast inn á Sjúkrahúsið Vog greinast með kannabisfíkn.
 12. Eitthundrað og þrjátíu sjúklingar 19 ára og yngri lögðust inn á Vog árið 2015. Aðalvímuefnafíknin hjá 59% hópsins tengdist kannabis. Áfengi var aðalefni 8%, áfengi ásamt öðru hjá 5%, amfetamín var aðalvímugjafi 25% þessara ungmenna.
  • Frá aldamótum hafa orðið þær breytingar á neyslumynstrinu að þá voru 19% ungmenna 19 ára og yngri í vanda vegna áfengis eingöngu, 28% vegna áfengis og annarra efna, 46% vegna kannabis en 6% vegna amfetamíns.

Til að nálgast ársrit meðferðarsviðs SÁÁ í heild sinni smellið hér.