Fulltrúar Pírata heimsóttu Vog

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, heimsótti Sjúkrahúsið Vog í gær ásamt Þórlaugu Ágústsdóttur, áheyrnarfulltrúa Pírata í Mannréttindaráði Reykjavíkur.

Þau skoðuðu sjúkrahúsið og síðan kynnti Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðingur í fíknlækningum og yfirlæknir á Vogi, fyrir þeim fjölbreytta þjónustu SÁÁ. Að því loknu ræddu gestirnir málin við fulltrúa SÁÁ, spurðu spurninga og skiptust á skoðunum við fulltrúa SÁÁ.

„Þetta var gagnlegur fundur og við áttum góðar samræður. SÁÁ leggur mikla áherslu á vandaða upplýsingagjöf til stjórnvalda og góð samskipti við kjörna fulltrúa og hið sama á við um alla þá fjölmiðla sem vilja leita til okkar eftir upplýsingum,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ.

Hann tók myndina að ofan og sat fundinn fyrir hönd SÁÁ ásamt Valgerði Rúnarsdóttur, Ásgerði Th. Björnsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs SÁÁ, Þóru Björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra á Vogi, Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur, lækni á Vogi, og hjúkrunarfræðingunum Sóleyju Sigmarsdóttur og Ásdísi Finnbogadóttur, sem einnig starfa á Vogi.