Verð vímuefna: Upplýsingar frá Vogi

Frá árinu 2000 hefur verðlag á ólöglegum vímuefnum „á götunni“ verið kannað hjá sjúklingum á Vogi. Spurt er hve margir af innrituðum sjúklingum hafa keypt slík efni síðastliðnar tvær vikur, og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er reiknað i tugum króna. Allir innritaðir sjúklingar, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnuninni.

Eins og fyrr sagði hafa þessar verðkannanir SÁÁ verið gerðar með sama hætti frá því í byrjun árs 2000. Þannig ættu þær að gefa glögga mynd af verðbreytingum á ólöglegum vímuefnum „á götunni” á þessu tímabili.

Sjá nánar töflu hér að neðan, þar sem nýjustu upplýsingar eru frá 28. ágúst 2014. Það sem vekur jafnan athygli er hve ólöglegi vímuefnamarkaðurinn hér á landi virðist vera þróaður og stöðugur. Litlar sveiflur eru á verði og í raun er hægt að tala um að jafnvægi sé milli framboðs og eftirspurnar.

https://saa.is/wp-content/uploads/2015/10/Ver%C3%B0k%C3%B6nnun-S%C3%81%C3%81-sept-2015-samr%C3%A6mt-skjal-PG.pdf