Gestir frá Shanghai heimsækja SÁÁ

hopmynd-thumb

Gestir frá Shanghai Drug Treatment Center heimsóttu Von, göngudeild SÁÁ í gær og fengu kynningu á meðferð og starfsemi samtakanna.

Shanghai Drug Treatment Center er ríkisrekin meðferðarstöð í Shanghai sem starfar fyrst og fremst við afeitrun fólks sem notar önnur vímuefni en áfengi. Þau leggja áherslu á að bjóða langtíma meðferð og sinna einnig fjölskyldum sjúklinga sinna.

 

Í heimsókninni flutti dr. Ingunn Hansdóttir fyrirlestur og færðu gestirnir SÁÁ að gjöf blævæng og diskamottur, handgerðar af sjúklingum þeirra.