Glæsileg jólaskemmtun SÁÁ fyrir alla fjölskylduna

Barnajólaball SÁÁ verður haldið í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, föstudaginn 30. desember frá kl. 16-18. Sigga Beinteins og Grétar Örvars stjórna dansinum í kringum jólatréð og fjallhressir jólasveinar kíkja í heimsókn með glaðning handa börnunum.

Einnig kemur leynigestur og tekur nokkur lög.

Miðaverð er 1.000 kr. fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn, 16 ára og yngri. Veitingar verða á staðnum; gos, kökur, kaffi og heitt súkkulaði.

Miðasala er í símaafgreiðslunni í Von og á staðnum. Nánari upplýsingar í síma 530 7600 á skrifstofutíma.