Gleðileg jól: Um 130 konur og karlar í meðferð um jólin

SÁÁ óskar félagsfólki, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Um 130 karlar og konur eiga jól á starfsstöðvum SÁÁ að þessu sinni; á Sjúkrahúsinu Vogi, á Vík á Kjalarnesi, á Staðarfelli á Fellsströnd í Dalasýslu og á búsetuúrræðinu Vin í Reykjavík en þar eru um 20 manns til heimilis. Þá er á þriðja tug karla og kvenna úr starfsliði SÁÁ við störf um hátíðisdagana.

Eins og jafnan fá allir sjúklingar og heimilismenn bók í jólapakka á aðfangadagskvöld frá SÁÁ. Höfðinglegur stuðningur frá Forlaginu gerir SÁÁ þetta kleift og færa samtökin Forlaginu bestu þakkir fyrir.