Góðir gestir frá Grænlandi

24 manna sendinefnd frá grænlensku sveitastjórninni kom í heimsókn í göngudeild SÁÁ í Von, Efstaleiti, mánudaginn 8. október sl. Þórarinn Tyrfingsson tók að sér að kynna sögu, stefnumörkun og starfsemi SÁÁ. Mikið var spurt og spjallað og augljóst á fundarfólki að mikið liggur við að komið verði á fót læknisfræðilegri meðferð á Grænlandi auk fjölskyldumeðferðar og sértækum forvörnum sem beinast að börnum og ungmennum í áhættuhópi.

Þórarinn kynnti sögu, stefnumörkun og starfsemi SÁÁ fyrir gestunum

SÁÁ þakkar góða heimsókn og óskar Grænlendingum velfarnaðar í glímu sinni við fíknsjúkdóminn – hinn flókna heilbrigðisvanda.