Góðir gestir frá Laugarásnum

Þverfaglegur hópur starfsfólks frá Laugarásnum, sem er meðferðargeðdeild LSH fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi, heimsótti sjúkrahúsið Vog á þriðjudag. Hópurinn, sem samanstóð af hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, læknum, ráðgjöfum, iðjuþjálfum og íþróttafræðingum, kynnti sér starfsemi samtakanna og ræddi málin.

„Það er gaman að hitta starfshópa frá öðrum stöðum, mynda tengsl, deila reynslu og fræðast um sameiginleg málefni,“ sagði Þóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SÁÁ, sem var gestgjafi. „Allt í þágu bættrar þjónustu fyrir skjólstæðinga með fíknsjúkdóm.“