Göngudeildir og meðferðarstöðvar opnar að loknum sumarleyfum

Starfsemi á göngudeildum SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri og á meðferðarstöðvunum á Staðarfelli og Vík hefst á ný í dag að loknum sumarleyfum.

Starfsemi á þessum starfsstöðvum samtakanna lá niðri vegna sumarleyfa frá 20. júní og þar til í dag.