Valmynd
english

Auka þarf þekkingu á alvarlegum afleiðingum kannabisneyslu

Á síðustu 30 árum hefur vísbendingum fjölgað um að kannabisreykingar auki hættu á geðrofi (psychosis) sem geti þróast áfram í geðklofa hjá hluta slíkra einstaklinga.

Margt bendir til þess að kannabisnotkun á unglingsaldri hafi víðtæk áhrif á vitsmunaþroska og geti meðal annars valdið lakara minni og einbeitingarskorti. Því er líklegt að miðtaugakerfi unglinga sé viðkvæmara fyrir eitrunaráhrifum kannabis en miðtaugakerfi fullorðinna, sem skýri sterk tengsl kannabisnotkunar unglinga og þróunar geðrofssjúkdóma í kjölfarið.

Það er mikilvægt að auka þekkingu lækna, annarra heilbrigðisstétta og almennings á alvarlegum afleiðingum reglulegrar kannabisnotkunar hjá unglingum og ungum fullorðnum,

Ofangreint kemur fram í grein sem læknarnir Arnar Jan Jónsson, Hera Birgisdóttir og Engilbert Sigurðsson rituðu og birtist í 9. tbl. 100. ágrangs Læknablaðsins í september síðastliðnum.

Þar er fjallað um tengsl kannabis og geðrofs, og farið yfir niðurstöður fjórtán ferilrannsókna á níu rannsóknarþýðum og níu tilfellaviðmiðarannsókna í því skyni að taka saman og fjalla um tengsl kannabis og geðrofs á grundvelli bestu, fyrirliggjandi upplýsinga.

Í grein þremenninganna segir í ágripskafla þar sem niðurstöður eru kynntar:

„Þegar niðurstöður þeirra eru teknar saman styðja þær ótvírætt að notkun kannabis sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma eins og geðklofa. Um skammtaháð samband er að ræða þar sem áhættan eykst með tíðari neyslu. Einnig sýna rannsóknir að notkun kannabis á unglingsaldri hefur sterkari tengsl við geðrof en neysla sem hefst á fullorðinsárum. Frekari rannsókna er þó þörf enda geta geðrofssjúkdómar verið lengi í þróun og vandasamt að mæla skýribreytu og svarbreytu og flókið samband þeirra. Við teljum mikilvægt að auka þekkingu almennings á alvarlegum afleiðingum kannabisnotkunar og þeirri staðreynd að ekki er hægt að spá fyrir um hverjir þeirra sem nota efnið reglulega veikist af skammvinnu geðrofi og hverjir af langvinnum geðrofssjúkdómi.“

Í lokakafla greinarinnar, sem fer í heild hér á eftir, segir:

Framhald: 1 2 3