Valmynd
english

Fíkn – íslenska leiðin 2. þáttur

Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahússinu Vogi, var viðmælandi Páls Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær, fimmtudaginn 17. mars. Þetta var annar þáttur af fjórum sem SÁÁ og Hringbraut hafa átt samstarf um að gera. Næsti þáttur verður sýndur fimmtudaginn 24. mars, skírdag, kl. 20 og þá verður rætt við Ingunni Hansdóttur, yfirsálfræðing SÁÁ.