Valmynd
english

Geirmundur leikur fyrir dansi

Skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson heldur upp fjöri og leikur fyrir dansi að loknu borðhaldi á Kótilettukvöldi sem Skemmtiklúbbur SÁÁ gengst fyrir í Von, Efstaleiti, laugardaginn 21. mars.

Miðasala stendur yfir til 18. mars í símaafgreiðslu Vonar. Miðinn kostar 4.500 krónur og takmarkaður fjöldi miða er í boði.

Með í verðinu fylgir máltíð þar sem bornar verða fram „lúbarðar eðalkótelettur í sarpi, ófituhreinsaðar að hætti hússins með grænum baunum, rauðkáli, kartöflum, rabbarbaarsultu og smjöri,“ eins og segir í auglýsingu. Eftir matinn verður kaffi og konfekt.

Borðhald hefst klukkan 19 en húsið opnar klukkan 18.30.

Nánari upplýsinga veitir Hilmar í síma: 8247646 og Gunnlaugur í síma: 6980330