Valmynd
english

Hækka þarf framlög fjárlaga til SÁÁ

Hækka þarf framlög til SÁÁ við aðra umræðu fjárlaga Mikilvægt að fækka komum á LSH með aukinni þjónustu við veika vímuefnasjúklinga hjá SÁÁ. Það sparar fjármuni í þrengingunum núna.

Góðærið fór fram hjá SÁÁ og mikið hefur verið skorið niður eftir Hrun og meira en hjá öðrum heilbrigðisstofnunum. SÁÁ hefur reynt mikið til þess undanfarin 2 ár að sýna fjárveitingavaldinu og ríkisstjórninni fram á að ný þekking í vímuefnameðferð og ný lyf kalli á aukna fjármuni til meðferðarinnar svo hún standist gæðakröfur nútímans.

Álagið og kostnaður hefur einnig aukist á Sjúkrahúsinu Vogi vegna þess að vímuefnavandinn hefur þyngst verulega og líkamleg heilsa fíklanna versnað.

Stjórnvöld hafa verð sein til að hlýða kallinu og of litlir fjármunir hafa fengist til að nota ný lyf við meðferð morfín- og heróínfíkla.

Skortur er á fjármunum til nauðsynlegra blóðrannsókna og “bólusetninga” meðal ungra vímuefnafíkla.

Skilningur á auknum kostnaði, vegna þess að SÁÁ hefur þurft að auka bráðaþjónustu og sálfræði- og geðlæknisþjónustu á Sjúkrahúsinu Vogi, er of lítill.

Þórarinn Tyrfingsson skrifar