Valmynd
english

Heilbrigðisráðherra heimsótti Vog

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, kom í opinbera heimsókn á sjúkrahúsið Vog í gær, 7. júlí.

Ráðherrann og fylgdarlið hans skoðaði sjúkrahúsið og kynnti sér starfsemina mun ítarlegar en hann hafði áður gert á sínum stjórnmálaferli.

Ráðherra, sem var í fylgd Guðrúnar Sigurjónsdóttur, sérfræðings á skrifstofu heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu, átti síðan fund með Þórarni Tyrfingssyni, lækningaforstjóra á Vogi,  Arnþóri Jónssyni, formanni SÁÁ, og Ara Matthíassyni, sem á sæti í framkvæmdastjórn samtakanna, þar sem farið var yfir ýmsar staðreyndir um starfsemi SÁÁ og helstu áskoranir í meðferðarmálum fíknisjúkdóma hér á landi og skipst á skoðunum.

Fundurinn var afar gagnlegur og ánægjulegur. SÁÁ þakkar Kristjáni Þór Júlíussyni kærlega fyrir ánægjulega heimsókn þennan sólríka eftirmiðdag í júlí. Honum fylgja bestu óskir samtakanna um áframhaldandi velgengni í sínum störfum í þágu lands og þjóðar.