Valmynd
english

Heimilislæknir í Miðbæ gestur Heiðursmanna

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, heimilislæknir á Heilsugæslunni í Miðbæ, verður gestur næsta fundar Heiðursmanna sem haldinn verður fimmtudaginn 19. nóvember.
Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund.

Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.

sdmSigríður Dóra hefur starfað sem heimilislæknir í Reykjavík í 20 ár, fyrst á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi en frá 2009 á Heilsugæslunni Miðbæ. Heilsugæslan Miðbæ sinnir íbúum búsettum á svæði 101 Reykjavík en þar búa nærri 14 þúsund manns. Nálægð við miðbæinn hefur áhrif á starfssemina og eykur fjölbreytni í starfi. Fólk með tímabundna búsetu á svæðinu og ferðamenn leita talsvert á stöðina. Heimilislæknar sinna almennri móttöku, bráðaþjónustu, ungbarnaeftirliti, mæðravernd og skólaheilsugæslu. Skjólstæðingahópur stöðvarinnar er fjölbreyttur og eru þar stærri hópur einstæðinga og öryrkja en á öðrum heilsugæslustöðvum. Margir skjólstæðingar stöðvarinnar eru með fíknisjúkdóm eða aðra geðsjúkdóma og á starfssvæði stöðvarinnar eru nokkrir íbúakjarnar og tímabundin búsetuúrræði fyrir þann hóp. Sigríður Dóra mun meðal annars kynna Heiðursmönnum tölulegar upplýsingar með áherslu á fíknsjúkdóma um hvar helst skóinn kreppir í starfi heilsugæslunnar við að mæta skjólstæðingum með fíknisjúkdóma.