Valmynd
english

Hlaupið fyrir SÁÁ

SÁÁ er að sjálfsögðu með í Reykjavíkurmaraþoninu þann 18. ágúst næstkomandi og nú þegar eru 22 hlauparar búnir að skrá sig og heita á samtökin. Við þökkum þeim kærlega fyrir og hvetjum alla vini og velunnara samtakanna til að leggja þeim lið með áheiti!

Á síðunni hlaupastyrkur.is er hægt að sjá hlauparana sem styrkja SÁÁ. Þar geta hlauparar einnig skráð sig til þátttöku og safnað áheitum til styrktar því félagi sem þeir vilja að njóti þeirra fjárframlaga. Enn eru tæpir tveir mánuðir til stefnu og nægur tími til að skrá sig!