Kynningarfundur SÁÁ á Akureyri
Kynningarfundur SÁÁ verður haldinn á göngudeild SÁÁ, Hofsbót 4, mánudaginn 20.október.kl 18:00.
Á fundinum er boðið upp á fræðslu um fíknsjúkdóma, meðvirkni og vanda aðstandenda. Einnig er starfsemi SÁÁ kynnt og veitt innsýn í hvernig staðið er greiningu og meðferð fíknsjúkdóma.
Það reynir mikið á alla þá, sem eiga ástvin sem misnotar áfengi eða önnur vímuefni. Á Göngudeild SÁÁ er aðstandendum veitt viðamikil þjónusta. Þar má nefna ráðgjafaviðtöl, foreldrafræðslu, fjölskyldumeðferð og sálfræðiþjónustu fyrir 8-18 ára börn alkóhólista.
Okkur er ljúft að veita allar frekari upplýsingar og hvetjum fólk til að koma í Hofsbót 4, eða hringja í síma 462 7611
Nánari upplýsingar um starfsemi göngudeildarinnar á Akureyri veitir dagskrárstjóri þar í síma 462-7611 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið annahildur@saa.is.