Valmynd
english

Myndir af Vík, 27. júlí 2018

Frágangur lóðar
Frágangi lóðar framanvið húsið er ólokið. Á torgi áttu að vera stuðlabergssteinar og ýmis gróður samkvæmt útboðsgögnum. Einnig rafmagnshleðslustöð og sorpgeymsla. Þá standa rafmagnsvírar víða upp úr jörð þar sem á eftir að setja upp lágljós. Spurning hvort stígar meðfram húsi séu skýrt afmarkaðir og malarfylltir skv. verklýsingu. Eftir er að festa bekki á þeim stöðum sem teikningar sýna. Frágangi kúlurista er ábótavant.

Grjóthreinsun undir úthagatorf er ábótavant og mikið af grófu grjóti. Mönin milli karla- og kvennadeildar er líkari miðaldarústum en hönnun landslagsarkitekta. Sáning grasfræja og trjáa er misheppnuð. Hvergi er stingandi strá að sjá í moldarflagi framanvið og aftanvið húsið og trjáplöntur liggja á hliðinni um alla lóðina, ýmist þegar dauðar eða að drepast.

Snúningssvæði við rotþró er ófært. Eftir er að hylja rotþró og ganga frá svæðinu þar við.

Línulegri afmörkun meðfram malbiki  er ábótavant og malbik farið að rifna.

Innanhúss
Mikill þakleki er í matsal karla og brúnir taumar niður vegginn. Þetta þarf að laga umsvifalaust.

Ólokið er frágangi við tengikassa í matsalnum.

Bráðabirgðaviðgerð á lekum útihurðum sem snúa að garðinum eru ósamþykktar af verkkaupa.

Borðplötur um vaska á baðherbergjum í kvennaálmu eru gallaðar og ónýtar.

Frágangur á millihurð nýju kvennaálmunnar er gallaður (sést í steinullina).

Breyta þarf hönnun á hurð og glugga við svalir íbúðar og vinna upp á nýtt.

Utanhúss
Viðarkæðning utanhúss ekki í samræmi við verklýsingu.