Valmynd
english

Nýtt tölublað SÁÁ blaðsins komið út

SÁÁ blaðið kom út í dag. Því er dreift með Fréttatímanum.

Blaðið er að þessu sinni einkum helgað Edrúhátíðinni, sem haldin verður að Laugalandi í Holtum um verslunarmannahelgina, 1. -4. ágúst.

Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Edrúhátíðarinnar, fylgir blaðinu úr hlaði með pistil þar sem hann segir:

Edrúhátíðin er ekki bara fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra.  Hún er fyrir alla sem vilja vera edrú þessa helgi.  Og það eru margir.  Þú þarft ekki að hafa farið í meðferð eða eiga við áfengis og vímuefnavandamál að stríða til að geta skemmt þér á Edrúhátíðinni.  Kannski stundarðu áfengislausan lífstíl, kannski viltu bara skemmta þér edrú þessa helgi.  Komdu þá endilega fagnandi! 😀

Í blaðinu er fjallað um dagskrá hátíðarinnar og rætt við marga þeirra landsfrægu listamanna sem þar munu koma fram.

Einnig eru sagðar fréttir af starfsemi SÁÁ í blaðinu, meðal annars er fjallað um nýju álmuna á Vogi, sem tekin var í notkun í júní og sagt frá mótuðum og raunhæfum hugmyndum SÁÁ um langtímameðferð og búsetuúrræði fyrir endurkomusjúklinga við Vík á Kjalarnesi en samtökin hafa reynt að fá stjórnvöld til samstarfs um rekstur slíks úrræðis frá árinu 2003 og deiliskipulag og arkitektateikningar hafa legið fyrir frá árinu 2008.

Lesið nýja SÁÁ blaðið í tölvutæku formi hér að neðan: