Valmynd
english

Opið málþing um lækningu við lifrarbólgu C

Læknafélag Íslands, Landspítali og Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C á Íslandi, sem er samstarfsverkefni SÁÁ, Landspítalans og Embættis landlæknis, halda opið málþing fyrir almenning í Silfurbergi Hörpu miðvikudaginn 18. janúar 2017, kl. 20:00.

Um er að ræða fimm snarpa fyrirlestra, ásamt umræðum og fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Einar Már Guðmundsson rithöfundur.

Eftirtaldir fyrirlestrar verða fluttir:

  • Lifrarbólga C: Alvarlegur sjúkdómur sem auðvelt er að lækna — Sigurður Ólafsson læknir.
  • Lifrarbólga C og fólk með fíknisjúkdóm: Reynslan á Vogi — Þórarinn Tyrfingsson læknir.
  • Reynslusaga sjúklings: Lífið með C og léttari leið til lækninga — Kristmundur Sigurðsson.
  • Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C á Íslandi: Lækning í kappi við tímann? Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir verkefnastjóri.

Dagskrá málþingsins er einnig á meðfylgjandi mynd sem sést í fullri upplausn ef smellt er á hana.