Valmynd
english

Opinn borgarafundur í Fjallabyggð

SÁÁ heldur opinn borgarafund um áfengis- og vímuefnavandann fyrir íbúa Fjallabyggðar og nágrennis í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði mánudagskvöldið 2. febrúar frá klukkan 20-22.

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, Ave Tonisson, píanóleikari og Kristín Sigurjónsdóttir á Siglufirði flytja erindi í tali og tónum. Að því loknu er komið að fundargestum sem vilja tjá sig eða spyrja spurninga. Fundarstjóri er Rúnar Freyr Gíslason.