Valmynd
english

Opinn fundur á Selfossi 5. mars


SÁÁ stendur fyrir opnum borgarafundi um áfengis- og vímuefnavandann í hátíðarsal Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi, fimmtudaginn 5. mars kl. 20-22.00.

Á fundinum flytja erindi í tali og tónum þau Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi, Arnþór Jónsson formaður SÁÁ, Julia Malou, verkefnastjóri, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Fundarstjóri er Rúnar Freyr Gíslason, leikari og verkefnastjóri hjá SÁÁ.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Að loknum erindunum verður gestum boðið að tjá sig og spyrja spurninga.

Markmið fundarins er að efla tengsl SÁÁ við landsbyggðina og að kynna þær leiðir sem samtökin bjóða alkóhólistum og aðstandendum þeirra.

Þessi fundur í Árborg verður sá sjöundi í fundarherferð SÁÁ um landið en áður hafa verið haldnir fundir á Ísafirði, Vestmannaeyjum, Eskifirði, Egilsstöðum, Akureyri og síðast í Fjallabyggð.