Opnir fyrirlestrar í Efstaleiti
Hluti af meðferð SÁÁ fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga er fræðsla sem er fyrst og fremst í fyrirlestraformi. Fyrirlestraröðin er ný og sett saman þannig að þeir sem eru í eftirfylgni geta nýtt sér fyrirlestrana. Allir fyrirlesararnir eru starfsmenn SÁÁ.
Aðrir sem hafa áhuga á slíkri fræðslu geta einnig keypt sig inn á fyrirlestrana. Fyrirlestrarnir eru haldnir mánudaga til fimmtudaga. Þeir hefjast kl 13:00 og standa í um það bil klukkustund. Gjald fyrir hvern fyrirlestur er kr. 1.000.
Nánari upplýsingar um fyrirlestrana er að finna hér.