Valmynd
english

OxyContin komið á íslenska markaðinn

Kannað verðlag á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Hversu margir af innrituðum sjúklingum hafa keypt slík efni síðastliðnar tvær vikur, og hvað greiddu þeir fyrir efnin. Meðaltal reiknað i tugum króna. Allir innritaðir sjúklingar, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnuninni.

Verðkannanir SÁÁ hafa verið gerðar með sama hætti frá því í byrjun árs 2000. Þannig ættu þær að gefa glögga mynd af verðbreytingum á ólöglegum vímuefnum „á götunni” á þessu tímabili, sjá töflu að neðan.

Það sem vekur jafnan athygli er hve ólöglegi vímuefnamarkaðurinn virðist vera þróaður og stöðugur. Litlar sveiflur eru á verði og í raun er hægt að tala um að jafnvægi sé milli framboðs og eftirspurnar.

Eitt vekur sérstaka athygli að þessu sinni og það er að ný, sterk verkjadeyfandi lyf eru komin á ólöglega vímuefnamarkaðinn hér á landi. Þar er um að ræða OxyContin, sem hefur verið misnotað í Bandaríkjunum í nær tvo áratugi, en er nú komið á markað hér og er að festa sig í sessi á ólöglega vímuefamarkaðnum. 80 mg tafla af OxyConton selst líklega á kr. 5000. Lyf eins og Ketogan og tramadól ganga einnig kaupum og sölum þó ekki sé komi fast gangverð á þessi lyf.