Valmynd
english

Reykjavíkurmaraþon: 27 hlaupa og safna fyrir SÁÁ

marat

SÁÁ er eitt þeirra fjölmörgu góðgerðarfélaga sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu geta safnað áheitum fyrir.  Reykjavíkurmaraþonið verður haldið næstkomandi laugardag, 20. ágúst næstkomandi, en í ár er fagnað 33ja ára afmæli hlaupsins.

Á síðunni hlaupastyrkur.is geta hlauparar safnað áheitum til styrktar góðgerðarfélögum sem starfa að málefnum sem fólk ber fyrir brjósti. Alls eru 27 hlauparar, karlar og konur, sem hlaupa til stuðnings SÁÁ og hafa þeir þegar þetta er ritað safnað samtals um 190.000 krónum.

Forskráningu fyrir hlaupara til að skrá sig í hlaupið rennur út um hádegisbilið á morgun, fimmtudag.

Á síðunni hlaupastyrkur.is er hægt að sjá hlauparana sem styrkja SÁÁ og við hvetjum alla velunnara samtakanna til að leggja þeim lið.