Valmynd
english

SÁÁ-blaðinu dreift með Fréttatímanum 1. maí

Nýju tölublaði Edrú-blaðsins, SÁÁ-blaðsins, er dreift með Fréttatímanum í dag, 1. maí.

1 tbl 2015Blaðið er að öllu leyti helgað álfasölunni en hún fer fram  frá 6.-10. maí.

Meðal efnis nýja blaðsins má nefna viðtal við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves, sem segir frá því hvar hann var staddur þegar honum tókst að verða edrú 24 ára gamall og hverju edrúmennskan hefur breytt. Einnig viðtal við Ásgerði Th. Björnsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs SÁÁ, sem fjallar um þýðingu álfasölunnar og fjáröflunarstarfs fyrir sjúkrarekstur SÁÁ.

Þetta verður í 26. skipti sem Álfurinn er seldur. Álfasalan er ein mikilvægasta fjáröflun SÁÁ.  Eins og undanfarin ár er yfirskriftin Álfurinn fyrir unga fólkið en allir peningar sem safnast verða nýttir í þá margvíslegu starfsemi SÁÁ sem tengist börnum og ungu fólki.

Þar má nefna unglingadeildina á Vogi, Sálfræðiþjónustu barna sem er ætluð börnum sem eiga foreldra eða aðstandendur sem eru alkóhólistar og eins fjölskyldumeðferð, viðtöl og stuðningshópa fjölskyldudeildar SÁÁ.

Hægt er að lesa vefútgáfu nýja SÁÁ blaðsins hér á vefnum.