Valmynd
english

Tólf spora ráðstefna í Von næstu helgi

Tólf spora ráðstefna verður haldin í Vonarsalnum, húsi SÁÁ Efstaleiti 7, helgina 13.-15. febrúar næstkomandi.

SÁÁ stendur ekki fyrir ráðstefnunni heldur er hún á vegum nokkurra einstaklinga sem starfa í AA samtökunum og fá Vonarsalinn til afnota fyrir ráðstefnuna.

Á ráðstefnunni, sem verður á ensku og hefst klukkan 19 á föstudagskvöldið, munu þrír erlendir AA félagar deila reynslu, styrk og vonum.

1.500 króna þátttökugjald er á ráðstefnuna en aðstandendur segja að engum verði vísað frá.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna hér á sérstakri Facebook-síðu.

Nánari upplýsingar um Vonarsalinn í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti er að finna hér.