Valmynd
english

Upplýsingar fyrir lækna og læknanema

Meðferð

Þekking á áfengissýki- og vímuefnafíkn hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin 25 ár. Munar hér mestu um undraverðar framfarir í þekkingu okkar á uppbyggingu og starfsemi heilans og áhrifum vímuefna á hann. Í kjölfarið hefur áhugi heilbrigðisstarfsmanna á vímuefnafíkn aukist sem aftur hefur leitt til mikilla framfara í meðferð við vímuefnafíkn. SÁÁ hefur notfært sér þetta og miklar breytingar til batnaðar hafa orðið í áfengis- og vímuefnameðferðinni sem samtökin bjóða upp á undanförnum árum.

Það liggur mikið við að vímuefnasjúklingar og aðstandendur þeirra notfæri sér meðferð og fagfólkið sem kemur að málinu greini vandann fljótt og vel og vísi skjólstæðingum sínum þangað. Vandinn er svo stór og líf svo margra ungra karla og kvenna í húfi.

Meðferð dugar vel

Það er einnig mjög mikilvægt fyrir alla að vita að nú er til meðferð við vímuefnafíkn sem dugar vel. Fjölmörg meðferðarúrræði hafa verið búin til og þróuð á síðustu 50 árum. Rannsóknir hafa sýnt að mörg þessara úrræða virka vel hvert fyrir sig og enn betur sé þeim raðað saman og sett í skynsamlega samfellu. Þetta hafa meðferðarstofnanir fyrir áfengis- og vímuefnasjúka notfært sér og sumum tekist að skapa góða meðferð.

Framhald: 1 2 3 4 5