Valmynd
english

Útvarpsstjóri gestur Heiðursmanna

Gestur Heiðursmanna SÁÁ fimmtudaginn 30. október n.k. er Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri.

Magnús Geir lauk meistaranámi í leikhúsfræðum árið 2003 og var ráðin leikhússjóri Leikfélags Akureyrar 2004 og leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2008.

Magnús tók við starfi útvarpsstjóra 10. mars 2014.

Léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.

Heiðursmenn SÁÁ er félagsskapur velunnara SÁÁ sem hittast reglulega og vinna að hagsmunamálum SÁÁ. Þeir hittast annan hvern fimmtudag til að ræða landsins gagn og nauðsynjar og taka á móti gestum.

Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.