Valmynd
english

Heiðursmenn ræða vanda útigangsmanna

Sveinn All­an Mort­hens, forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu, verður gestur Heiðursmanna á fundi sem haldinn verður fimmtudaginn 5. nóvember.

Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund.

Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.

Sveinn Allan Morthens, er uppeldisfræðingur og margreyndur stjórandi á sviði félagsþjónustu.. Hann tók við forstöðu gistiskýlisins við Lindargötu, sem er neyðarnæturathvarf fyrir heimilislausa karlmenn, þann 1. júní sl. Í gistiskýlinu er rými fyrir um 30 manns við þröngar aðstæður og er yfirfullt allar nætur. Átta starfsmenn ganga vaktir í Gistiskýlinu auk forstöðumanns,“ segir í frétt á heimasíðu borgarinnar. „Einn starfsmaður talar bæði pólsku og íslensku en það er mjög mikilvægt vegna þess að allt að 40% þeirra sem nýta þjónustuna í dag eru pólskumælandi. Flestir þeirra hafa litla sem enga enskukunnáttu og  því er þetta  mikilvæg nýjung í starfinu.“

Vandi vegna útigangsfólks í borginni hefur aukist mjög síðustu misseri og hefur borgin nýverið tekið sjálf yfir rekstur gistiskýlisins og fleiri úrræða fyrir þennan hóp. Það verður fróðlegt fyrir velunnara SÁÁ að kynnast sjónarhorni Sveins Allans Morthens og á þessa birtingarmynd áfengis- og vímuefnafíknar í borginni.