Valmynd
english

Vaxandi ásókn frá eldra fólki í meðferð hjá SÁÁ

Í hópnum 55 ára og eldri leituðu 150 einstaklingar sér meðferðar hjá SÁÁ árið 1995, en í fyrra voru þeir 260. Drykkjuvandamál eldra fólks er að mörgu leyti af öðrum toga en þeirra sem yngri eru. Bæði vegna lyfja sem það tekur að læknisráði, sterkra verkjalyfja, svefnlyfja og alls kyns róandi lyfja.

Áfengi og lyf fara mjög illa saman. Með áfengi gera lyfin aðeins illt verra, fólk veikist meira en ella, hreinlega koðnar niður, verður þunglynt og kvíðið og einangrast enn frekar,” segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, í umfjöllun vefmiðilsins Lifðu núna um vaxandi áfengisneyslu eldra fólks.

,,Félagslegar breytingar, til dæmis makamissir og starfslok, veikja viðnámsþol margra gagnvart áfengi. Eldra fólk upplifir oft einsemd og þótt það hafi virst kunna sér hóf í áratugi, er margir sem leita sér ,,huggunnar” í áfengi þegar aðstæður breytast. Mörg dæmi eru líka um að þeir sem fóru í meðferð tiltölulega ungir leggist í óreglu á gamals aldri eftir áralangt bindindi,” segir Valgerður ennfremur.

Hjá SÁÁ eru í boði og stöðugri þróun mörg úrræði sérsniðin að þörfum ákveðinna hópa og einstaklinga. Valgerður nefnir sérstaka kvennameðferð sem dæmi og að í tíu ár hafi verið starfrækt deild fyrir karla eldri en fimmtíu og fimm ára. Einnig deild fyrir þá sem eru mjög veikir og þurfa meiri ummönnun og tíma en aðrir hópar.

Sjá umfjöllunina á Lifðu núna her.