Valmynd
english

Verðlag á ólöglegum vímuefnum

Kannað verðlag á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Hversu margir af innrituðum sjúklingum hafa keypt slík efni sl. 2 vikur, og hvað greiddu þeir fyrir efnin. Meðaltal reiknað i tugum króna. Allir innritaðir sjúklingar, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnuninni.

Verðkannanir SÁÁ hafa verið gerðar með sama hætti frá því í byrjun árs 2000. Þannig ættu þær að gefa glögga mynd af verðbreytingum á ólöglegum vímuefnum „á götunni” á þessu tímabili, sjá töflu að neðan.

Það sem vekur jafnan athygli er hve ólöglegi vímuefnamarkaðurinn virðist vera þróaður og stöðugur. Litlar sveiflur eru á verði og í raun er hægt að tala um að jafnvægi sé milli framboðs og eftirspurnar.