Valmynd
english

Viljum við áfengi í verslanir?

Gestur Heiðursmanna SÁÁ fimmtudaginn 18. September verður Vilhjálmur Árnason . Fundurinn verður að venju í Von, Efstaleiti 7 og hefst kl 12 á hádegi og stendur í u.þ.b. klukkustund.

Vilhjálmur hefur boðað að hann hyggist, ásamt fleirum, leggja fram frumvarp á alþingi um sölu áfengis í verslunum. Fundargestir geta komið með fyrirspurnir til Vilhjálms og rætt þetta mikilvæga mál. Nánar má lesa um feril Vilhjálms á vef Alþingis.

Léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.

Heiðursmenn SÁÁ er félagsskapur velunnara SÁÁ sem hittast reglulega og vinna að hagsmunamálum SÁÁ. Þeir hittast annan hvern fimmtudag til að ræða landsins gagn og nauðsynjar og taka á móti gestum.

Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.