Guðrún Bergmann færir SÁÁ bókagjöf

gudrun-bergman

Guðrún Bergmann kom og færði SÁÁ að gjöf rúmlega 300 eintök af bókinni Jákvæðar hvatningar. Um er að ræða bækur sem vegna galla í límingu (límið var gallað frá framleiðanda) teljast ekki söluhæfar. Útgáfa hennar, svo og Háskólaprent, sem prentaði bækurnar, tóku ákvörðun um að gefa bækurnar til einhverra sem gætu nýtt sér þær, þrátt fyrir lítilsháttar galla, frekar en að farga þeim.

Ásgerður Th. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs SÁÁ, tók við gjöfinni fyrir hönd SÁÁ.

Við þökkum Guðrúnu Bergmann kærlega fyrir!