Heiðursmenn fá gesti úr atvinnulífinu

heidursNæsti fundur Heiðursmanna verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni verða tveir gestir, karl og kona og bæði gegna þau lykilstörfum í öflugum og þekktum fyrirtækjum.

Þetta eru Ólafur William Hand, forstöðumaður kynningar- og markaðsdeildar Eimskips, og Elín Gränz, framkvæmdastjóri mannauðs- og þjónustusviðs hjá Opnum kerfum.

Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.

Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.