Heilbrigðisráðherra Færeyja heimsækir SÁÁ

Heilbrigðisráðherra Færeyja, Sirið Stenberg, heimsótti SÁÁ í gær ásamt Turid Arge, ráðuneytisstjóra og Fróða Jacobsen sérfræðingi í færeyska heilbrigðisráðuneytinu. Með ráðherranum í för var Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í Velferðarráðuneytinu.

Talið frá vinstri: Turid Arge, ráðuneytisstjóri í færeyska heilbrigðisráðuneytinu, Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Vogs, Sirið Stenberg, heilbrigðisráðherra Færeyja, Fróði Jacobsen, sérfræðingur í færeyska heilbrigðisráðuneytinu, Ásgrímur G. Jörundsson, dagskrárstjóri á Vík, Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ, Bryndís Ólafsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Vogs, Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur SÁÁ, Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í Velferðarráðuneytinnu

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, tók á móti gestunum, sýndi þeim sjúkrahúsið Vog og nýja meðferðarstöð samtakanna á Vík á Kjalarnesi. Í heimsókninni var rætt um margar hliðar áfengis- og vímuefnavandans, svo sem samfélagslega sýn og þróun meðferðar hjá SÁÁ. Gestirnir sýndi málefninu mikinn áhuga og lýstu yfir ánægju með móttökurnar.