Fara í efni

SOGS sjálfspróf

Sjálfspróf getur veitt einstaklingum vísbendingar um eigin stöðu. Niðurstöður jafngilda hins vegar ekki sjúkdómsgreiningu. Sjúkdómsgreiningar heilbrigðisstarfsfólks SÁÁ byggjast á greningaraðferðum fíknlækninga þar sem stuðst er við DSM-5 greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.

SOGS-spurningalistinn, South Oaks Gambling Screen, var upprunlega útbúinn af Dr. Henry Lesieur og Dr. Sheilu Blume og lagður fyrir einstaklinga sem voru í eiturlyfja- og áfengismeðferð. Spurningalistinn gegnir því hlutverki að greina einstaklinga sem bera einkenni spilafíknar eða þjást af henni.

 

1. Vinsamlega merktu við þá tegund fjárhættuspila sem þú hefur tekið þátt í einhvern tíma á ævinni. (Merktu við alla liði, a-h).

a. Spilar upp á peninga, peningaspil.


b. Veðjar á hesta eða önnur dýr. Veðbankar.


c. Spilar í getraunum, fótbolta, lengjan ofl.


d. Teningaspil með peninga lagða undir.


e. Spilað í spilavíti, löglegu eða ólöglegu.


f. Spilar í Lottó.


g. Spilar í bingó.


h. Spilar "fjárhættu" með verðbréf, hlutabréf o.s.frv.


i. Spilað á spilakassa, Gullnáma, pókervélar o.s.frv.


j. Spilað billiard, bowling, golf ofl. þar sem lagt er undir.


k. Skafmiðar eða aðrir "pappírsfjárhættuleikir".


i. Önnur fjárhættuspil eða veðmál, t.d. Internetið.


2. Hver er hæsta upphæð sem þú hefur eytt í fjárhættuspil eða lagt undir á einum degi, samanlagt?





3. Merktu við þá í ætt þinni og fjölskyldu, sem eiga við eða hafa átt við spilafíkn að stríða.







4. Þegar þú tekur þátt í fjárhættuspili, hve oft snýrðu aftur daginn (dagana) eftir til að reyna að vinna þá peninga til baka sem þú tapaðir?



5. Hefur þú haldið því fram, að þú værir að vinna peninga í fjárhættuspili af einhverri tegund, þó þú sért í raun og veru að tapa?


6. Hefur þér einhvern tíma fundist þú eiga við vandamál að stríða í sambandi við spilafíkn, eða fjárhættuspil?


7. Hefur þú einhvern tíma eytt meiru í fjárhættuspil en þú ætlaðir þér í byrjun leiks?

8. Hefur fólk átalið fjárhættuspil þitt eða sagt þér að það væri vandamál, burtséð frá því hvort þú telur svo vera eða ekki?

9. Hefur þú fundið til samviskubits yfir því hvernig þú spilar eða því sem gerist þegar þú spilar?

10. Hefur þig langað til að hætta að spila eða leggja undir, en ekki fundist þú geta það?

11. Hefur þú einhvern tíma falið lottómiða, peninga til að spila fyrir eða annað tengt fjárhættuspilum, fyrir maka, börnum, eða öðrum sem standa þér nærri?

12. Hefur þú rifist eða deilt við þína nánustu um það, hvernig þú ferð með peninga?

13. (Ef þú svaraðir spurningu 12 játandi) Hafa þessar deilur um peninga snúist um spilamennsku þína, fjárhættuspil?

14. Hefur þú slegið lán hjá einhverjum og ekki borgað til baka vegna spilamennsku?

15. Hefur þú misst úr vinnu eða skóla vegna spilamennsku?

16. Hefur þú tekið að láni peninga til að spila fyrir, eða til að borga spilaskuldir? Hjá hverjum hefur þú fengið lánað? (Merktu við alla reiti).

a. af heimilispeningum?

b. frá maka?

c. frá öðrum ættingjum eða vandamönnum?

d. frá banka eða öðrum lánastofnunum?

e. með kreditkortum?

f. frá okurlánurum?

g. leyst út skuldabréf, hlutabréf, lífeyrisbréf?

h. leyst út skuldabréf, hlutabréf, lífeyrisbréf?

i. selt persónulega hluti eða fjölskyldumuni?

j. lánað á tékkaheftinu, "gúmmað út"?

k. látið skrifa hjá þér á spilastað?

17. Telur þú að spilafíkn sé meira vandamál hjá þér en aðrar fíknir?

Niðurstaða

Þú fékkst 0 stig úr prófinu. Þú getur borið stigafjöldann saman við töfluna hér fyrir neðan til að fá greiningu á prófinu þínu.

Fjöldi stiga Greining
0 stig Ekkert spilavandamál er á ferð
1-3 stig Hér virðist vera um spilavandamál að ræða - þó svo þetta sé aðeins aðvörun væri ráð að leita sér upplýsinga og aðstoðar
4 stig eða fleiri Hér er sennilega um að ræða sjúklega spilafíkn - sterklega er mælt með því að leita sér hjálpar án tafar

Athugið: Spurningalistar geta hins vegar aldrei orðið eins nákvæmir og viðtal við fagfólk með sérþekkingu. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu því leita til slíkra aðila. Þú getur t.d. farið í viðtal á göngudeild SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri eða talað við heilsugæslulækninn þinn um málið.

Niðurstaða

Þú fékkst 0 stig úr prófinu. Þú getur borið stigafjöldann saman við töfluna hér fyrir neðan til að fá greiningu á prófinu þínu.

Fjöldi stiga Greining
0 stig Ekkert spilavandamál er á ferð
1-3 stig Hér virðist vera um spilavandamál að ræða - þó svo þetta sé aðeins aðvörun væri ráð að leita sér upplýsinga og aðstoðar
4 stig eða fleiri Hér er sennilega um að ræða sjúklega spilafíkn - sterklega er mælt með því að leita sér hjálpar án tafar

Athugið: Spurningalistar geta hins vegar aldrei orðið eins nákvæmir og viðtal við fagfólk með sérþekkingu. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu því leita til slíkra aðila. Þú getur t.d. farið í viðtal á göngudeild SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri eða talað við heilsugæslulækninn þinn um málið.