Heildstæð heilbrigðisþjónusta

Sérhæfð meðferð við fíknsjúkdómi hjá SÁÁ lýtur faglegum kröfum

shutterstock_394501609

Umsagnir af Facebook-síðu SÁÁ

„Sonur minn átti 9 mánaða edrúafmæli nú um daginn. Það var dagur sem í okkar lífi var jafnvel svolítið merkilegri en fæðingarafmælið hans. Lífsgæði eru nefnilega lítil þegar fíknisjúkdómur er virkur en mikil þegar bati næst.“

Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir

„Þarna hef ég komið við nokkrum sinnum sl 22 ár. Fyrsta eftirmeðferðin var á Vík árið 1996 og síðan fór ég nokkrum sinnum á Staðarfell. Nú í lok febrúar hélt ég aftur á Fellsströndina og fékk að dvelja á Staðarfelli í tæpa viku, áður en við víkingasveitin og aðrir búðingar pökkuðum saman og þar með hafði gamli húsmæðraskólinn í dölum lokið hlutverki sínu sem meðferðarheimili. Tveir fullhlaðnir langferðabílar (ekki rútur enda eingöngu karlmenn með í ferð frá Staðarfelli 🙂 voru búnir til ferðar og ekkert eftir nema að syngja loka lögin í kirkjunni. Það er stund sem ég á aldrei eftir að gleyma. Þarna small allt frá fyrsta tón. Ónefndur Ási nokkur batabróðir minn spilaði snildar vel á píanóið og 30 alkóhólista kór söng af mikilli innlifun og krafti. Kirkjan á Staðarfelli í dölum var kvödd með reisn og þeirri virðingu sem þessi staður á skilið. Að söng loknum var ekið á brott og markað nýtt upphaf á Vík á Kjalarnesi. Þar með var ég kominn aftur á Vík alveg farinn á sál og líkama 22 árum síðar. Ég veit að fyrir mitt leiti væri ég ekki uppi standandi með hausinn í ásættanlegu standi nema fyrir tilstilli SÁÁ og því starfsfólki sem þar starfar og starfaði . Ég á svo sannarlega þessum samtökum lífið að launa. Takk fyrir mig.“

Róbert Reynisson

„Það sem SÁÁ hefur staðið á bak við mína fjölskyldu, endalaust, ég á þeim lífið sem ég á í dag að þakka, læknarnir og starfsfólk hjá þeim er frábært, ég og mínir erum endalaust þakklát þeim.“

Guðlaug Gestsdóttir

„SÁÁ bjargaði mínu lífi og ég er endalaust þakklát þessum samtökum.“

Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir

„Ég er endalaust þakklát fyrir SÁÁ. Að fá alltaf að koma aftur, ég og mín fjölskylda eigum ykkur allt að þakka.“

Ólöf Sigurðardóttir

„Að halda áfram að bjarga mannslífum.“

Björg Ingimundurdóttir

Gott aðgengi

Gott aðgengi er að meðferðinni sem er lykilatriði. Meðferðin leggur áherslu á fíknsjúkdóm sem margþátta sjúkdóm sem hægt er að meðhöndla.

Fagleg meðferð

Meðferðin er byggð á læknisfræðilegum greiningum, afeitrun með fagfólki, lyfjameðferð og einstaklingshæfðri sálfélagslegri meðferð.

Kynja- og aldursskipting

Meðferðin grípur inn í fylgikvilla, þ.e. líkamlega, geðræna og félagslega. Skimað er fyrir smitsjúkdómum, notuð er sérhæfð viðtalstækni fyrir mismunandi þarfir og einnig er dagleg fræðsla og hópmeðferðir sem eru kynja- og aldursskiptar. Lögð er áhersla á eftirfylgni og fjölbreytt úrræði til reiðu. Mismunandi hópar fá mismunandi úrræði.

Fíknsjúkdómurinn

Áfengis- og vímuefnafíkn er sjúkdómur sem auðvelt er að greina. Hann verður til vegna endurtekinnar neyslu vímuefna þar sem flókið samspil erfða og umhverfisþátta veldur því að sjúklegar breytingar geta orðið í heila.
Sjúkdómurinn þróast og neyslan lætur ekki að stjórn. Þetta hefur áhrif á líf viðkomandi og afleiðingarnar oft geðrænar, líkamlegar og félagslegar. Tækifæri og hæfni glatast.

Þjónusta í höndum fagfólks

Þjónustan sem sjúklingarnir fá er í höndum heilbrigðisstarfsfólks með réttindi og á ábyrgð forstjóra sjúkrahússins Vogs. Þjónustan er undir faglegu eftirliti Embættis landlæknis og reksturinn undir eftirliti Sjúkratrygginga Íslands.

shutterstock_1031579890

Ertu tilbúinn til að leita þér aðstoðar?

shutterstock_1031579890