Heimsókn frá Grænlandi

karl-heimsokn
Karl S. Gunnarsson og Dr. Birgit Niclasen á Vík

Í gær, miðvikudaginn 8. janúar, heimsótti Dr. Birgit Niclasen starfsstöðvar SÁÁ og kynnti sér starfsemi samtakanna. Dr. Birgit stýrir göngudeildarþjónustu á Grænlandi fyrir einstaklinga sem eru í vímuefnavanda en slíkar deildir að finna í fimm bæjarfélögum þar í landi. Verkefnið ber nafnið Allorfik, og eru höfuðstöðvar þess í Nuuk þar sem Dr. Birgit starfar, en auk hennar starfa þar félagsráðgjafar og sálfræðingar. Markmið Dr. Birgit er að þróa starfið áfram í Grænlandi og vildi hún kynna sér hvernig SÁÁ stendur að málum.

Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, og Karl S. Gunnarsson, dagskrárstjóri göngudeildar, tóku á móti Dr. Birgit og sögðu henni frá meðferðarstarfi samtakanna.