Helgarnámskeið í fjölskyldumeðferð

Fjölskyldunámskeið verður haldið helgina 22. og 23. nóvember í Von, Efstaleiti 7. Námskeiðið kostar 8.000 krónur og stendur frá klukkan 9:00-16:30 báða dagana.

Þetta úrræði er fyrst og fremst ætlað þeim aðstandendum alkóhólista og annarra vímuefnasjúklinga sem búa utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Það skiptir engu hvort alkóhólistinn hefur farið i meðferð eða ekki.  Markmið meðferðarinnar er að auka þekkkingu þátttakenda á einkennum alkóhólisma/vímuefnafíknar og áhrifum sjúkdómsins á fjölskylduna og meðlimi hennar.

Fyrirlestrar í helgarmeðferðinni eru:
1. Áfengissýki og önnur vímuefnafíkn
2. Hvernig meðvirkni breytir einstaklingum og fjölskyldum
3. Óheppilegur stuðningur
4. Sjálfsvirðingin
5. Sameiginlegur bati fjölskyldunnar

Nánari upplýsingar um meðferðina  eru veittar hjá ráðgjöfum SÁÁ í Göngudeild. Hægt er að  panta tíma hjá þeim og/eða skrá sig í síma 530-7600 eða koma án fyrirvara til vakthafandi ráðgjafa á göngudeild.

Nánar um fjölskyldumeðferð og þjónustu SÁÁ við aðstandendur hér.