Innlögnum á Vog fækkað

Spessi_Spessi_168B8279-155_20140612_0016

SÁÁ starfar nú samkvæmt áætlun sem miðar að fækkun innlagna á sjúkrahúsið Vog um 400 á þessu ári. Gert er ráð fyrir að innlögnum fækki úr 2.200 í 1.800. Í áætluninni er gert ráð fyrir að göngudeild SÁÁ á Akureyri loki, eins og tilkynnt var um fyrir einu ári síðan, og að ungmennadeild á Vogi hætti alfarið að taka á móti ólögráða einstaklingum 1. júlí 2019.

Greinargerð um stöðuna var gefin út í mars á síðasta ári og er kunnug öllum þeim sem láta sig málefnið varða. Í rekstraráætlun ársins 2019 er ekki gert ráð fyrir að svokallað tímabundið viðbótarframlag á fjárlögum 2019 sem Alþingi samþykkti í lok síðasta árs muni gagnast sjúklingum og þjónustuþegum SÁÁ á þessu ári.

SÁÁ hættir starfsemi á Akureyri (25. janúar 2018)
Vogur hættir að taka við ungmennum undir 18 ára (12. apríl 2018)