Jón Steinar gestur á fyrsta fundi Heiðursmanna í haust

imagesJón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, verður gestur Heiðursmanna á fyrsta fundi haustsins sem haldinn verður fimmtudaginn 13. október.

Jón Steinar er einn þekktasti lögmaður og lögspekingur landsins og sat sem dómari í Hæstarétti Íslands frá 2004 til 2012. Nánar má lesa um æviferil Jón Steinars á vef Hæstaréttar.

Jón Steinar mun ræða við Heiðursmenn um ýmis málefni. Óvíst er hvort hann mun tæpa á máli sem hann rekur nú fyrir samtökin gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna samnings um rekstur göngudeildar samtakanna. Það mál bíður þess nú að verða tekið fyrir í Hæstarétti. Það verður fyrsta málið sem hann flytur fyrir réttinum eftir hann lét af störfum sem dómari.

Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.

Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.