Kannabis er ekki skaðlaust vímuefni

„Kannabis er ekki skaðlaust vímuefni, sérstaklega ekki fyrir ungt fólk. Byggt á þeirri vitneskju sem við höfum um áhrif kannabisneyslu á heilsufar, má fullyrða að það er ekki hættulaust að nota kannabis. Neyslan, einkum reglubundin notkun sem byrjar á unglingsárum, getur haft alvarlegar afleiðingar.  Í grein Arnars Jans Jónssonar og félaga er greinargott yfirlit um helstu rannsóknir síðustu áratuga á tengslum kannabisnotkunar og geðrofseinkenna. Niðurstöður styðja greinilega að kannabisneysla auki hættu á þróun geðrofseinkenna og geðklofa og að áhættan sé mun meiri ef neyslan hefst á unglingsárum. Kannabisneysla  er stórt vandamál í hópi ungs fólks með byrjandi geðrofssjúkdóm eins og geðklofa og er neyslutíðnin afar há, eða um 50%, í þeim hópi. Horfur þeirra sem eru með byrjandi geðrofssjúkdóm og nota kannabisefni reglulega eru verri og meðferðarheldnin er lakari en hjá þeim sem ekki nota kannabis“, skrifar Nanna Briem geðlæknir (sjá ljósmynd) á E-LR geðsviði Landspítala (deild sem sinnir ungu fólki með byrjandi geðrofssjúkdóm) í Læknablaðið