Kvennaboð SÁÁ

 

Fimmtudaginn 18.nóvember kl. 17:00 verður  KVENNABOÐ SÁÁ  haldið með stæl. Allar konur fá glæsilegar gjafir frá Body shop, Bestsellers og Sportís.

Við ætlum að skemmta okkur saman og hafa gaman. Taktu með vinkonu, systur, mömmu og ömmu og njótið alls þess, sem viðburðurinn hefur upp á að bjóða. Kynnir verður Rúnar Freyr. Fram koma, Dóra Jóhannsdóttir, Sigga Kling og DJ Hlynur sér um að töfra fram ljúfa tónlist.

Ferðakynning verður frá VITA og Reykjavík Rain coats verða með kynningu á regnfagnaði.

Viðburðurinn byrjar kl. 17:00. Það verða léttar  veitingar á boðstólum frá Stúdíóbrauð.