Valmynd
english

Kynningarfundir

Ókeypis kynningarfundir eru haldnir alla miðvikudaga kl. 16:00 í Vonarsal, á fyrstu hæð í Von, Efstaleiti 7.

Þar er fjallað um starfsemi SÁÁ, fíknsjúkdóma og meðvirkni.

Fyrirspurnum er svarað um tengd mál.

Sams konar fundir eru haldnir í Göngudeild SÁÁ, Hofsbót 4,  Akureyri, fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 17:30.

Foreldrafræðsla á Vogi

Alla þriðjudaga frá klukkan 18.15-20.00 er fræðslufundur á Sjúkrahúsinu Vogi, Stórhöfða 45, ætlaður foreldrum unglinga sem hafa verið í meðferð hjá SÁÁ. Fundurinn hentar einnig fyrir þá foreldra sem eru að byrja að leita sér aðstoðar vegna neyslu unglings.

Haldin eru framsöguerindi og í kjölfarið á þeim hittist stuðningshópur.

Umfjöllunarefni framsöguerinda á fræðslufundum fyrir foreldra eru:

  • Vímuefni sem unglingar nota og áhrif þeirra
  • Bataþróun hjá unglingum og íhlutun
  • Vímuefnameðferð unglinga
  • Vandi foreldra og þjónusta SÁÁ. Göngudeild – Endurhæfing SÁÁ og meðferðarstöðvarnar.

Aðgangseyrir á fræðslufundi foreldra er 2000 kr.